Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. janúar 2015 17:54
Alexander Freyr Tamimi
Enski bikarinn: Arsenal marði Brighton
Leikmenn Arsenal fagna marki Tomas Rosicky.
Leikmenn Arsenal fagna marki Tomas Rosicky.
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 3 Arsenal
0-1 Theo Walcott ('2 )
0-2 Mesut Ozil ('24 )
1-2 Chris O'Grady ('50 )
1-3 Tomas Rosicky ('59 )
2-3 Sam Baldock ('75 )

Arsenal er komið áfram í enska bikarnum eftir 3-2 sigur gegn Brighton á útivelli í dag.

Arsenal fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Theo Walcott skoraði glæsilegt mark strax á 2. mínútu eftir fyrirgjöf frá Calum Chambers.

Rúmum 20 mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að Mesut Özil kom knettinum í netið eftir frábæra langa sendingu frá Tomas Rosicky.

Allt stefndi í slátrun af hálfu Lundúnaliðsins en staðan var þó enn 2-0 þegar flautað var til leikhlés, og í seinni hálfleik vöknuðu heimamenn til lífsins.

Chris O'Grady minnkaði muninn strax á 50. mínútu eftir misheppnaða hreinsun, en gleðin entist þó einungis í níu mínútur, því Tomas Rosicky kom gestunum í 3-1.

Á 75. mínútu minnkaði Sam Baldock muninn á ný fyrir heimamenn, staðan 2-3 og stundarfjórðungur eftir.

Lokamínúturnar voru spennandi. Alexis Sanchez átti skot í slá fyrir Arsenal og Brighton vildi fá víti þegar boltinn fór í höndina á Calum Chambers.

Brighton tókst hins vegar ekki að jafna og 3-2 sigur Arsenal staðreynd, og er Lundúnaliðið komið áfram í 5. umferð. Dregið verður á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner