Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. janúar 2015 15:54
Arnar Geir Halldórsson
Enski bikarinn: Sakho skaut West Ham áfram
Það var ekkert gefið eftir á Ashton Gate í dag
Það var ekkert gefið eftir á Ashton Gate í dag
Mynd: Getty Images
Bristol City 0 - 1 West Ham
0-1 Diafra Sakho ('81 )

C-deildarlið Bristol City fékk West Ham í heimsókn í 4.umferð enska bikarsins í dag. Bristol hefur verið á miklu flugi og hafði spilað sjö leiki í röð án taps þegar kom að leiknum í dag.

Það er sömuleiðis langt síðan að Sam Allardyce og liðsmenn hans töpuðu leik og það leit lengi vel út fyrir það að liðin myndu skilja jöfn í dag en varamaðurinn Diafra Sakho gerði út um vonir heimamanna með marki á 81.mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og verður West Ham því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar. Bristol City getur hinsvegar einbeitt sér að því að vinna sér sæti í Championship deildinni.

Tveir leikir eru í gangi núna í bikarnum en umferðinni lýkur annaðkvöld með leik Rochdale og Stoke.
Athugasemdir
banner
banner
banner