Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. janúar 2015 15:46
Arnar Geir Halldórsson
Fabian Delph hjá Aston Villa til 2019
Framtíð Delph er ráðin
Framtíð Delph er ráðin
Mynd: Getty Images
Fabian Delph endurnýjaði samning sinn við Aston Villa í dag.

Delph hefur verið orðaður við Tottenham og Liverpool undanfarið en honum var frjálst að ræða við önnur félög þar sem samningur hans við Villa var að renna út.

Aston Villa tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Delph hefði skrifað undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við félagið sem verða að teljast góðar fréttir fyrir Paul Lambert og félaga.

,,Ég elska þetta félag. Mér líður vel hérna og mun leggja mig allan fram við að gera mitt besta. Þetta er félagið mitt." sagði Delph við undirskriftina, augljóslega í skýjunum með nýja samninginn.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður kom til Aston Villa frá Leeds árið 2009 en hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu í fyrra og hefur verið viðloðandi enska landsliðshópinn undanfarið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner