Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. janúar 2015 18:33
Alexander Freyr Tamimi
Fótbolta.net mótið: ÍBV með stórsigur á Grindavík
Aron Bjarnason skoraði þrennu fyrir Eyjamenn.
Aron Bjarnason skoraði þrennu fyrir Eyjamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 6 - 2 Grindavík
1-0 Bjarni Gunnarsson
2-0 Aron Bjarnason
3-0 Andri Ólafsson
3-1 Bergþór Ingi Smárason
4-1 Bjarni Gunnarsson
5-1 Aron Bjarnason
6-1 Aron Bjarnason
6-2 Óli Baldur Bjarnason
Rautt spjald: Edijs Joksts, ÍBV

ÍBV vann sannfærandi 6-2 sigur gegn Grindavík þegar liðin mættust í Riðli 2 í A-deild á Fótbolta.net mótinu í kvöld, en leikið var á Akranesi.

Sannkölluð markaveisla átti sér stað í fyrri hálfleik. Þeir Bjarni Gunnarsson, Aron Bjarnason og Andri Ólafsson komu ÍBV í 3-0 áður en Bergþór Ingi Smárason minnkaði muninn fyrir Grindvíkinga.

Bjarni og Aron skoruðu svo sitt hvort markið og staðan 5-1 þegar flautað var til leikhlés.

Í seinni hálfleik fullkomnaði Aron Bjarnason síðan þrennuna áður en Óli Baldur Bjarnason minnkaði muninn. Áður hafði þó Edijs Joksts, lettneski leikmaðurinn á reynslu hjá ÍBV, fengið rautt spjald.

En lokatölur 6-2 og ÍBV stökk upp í 2. sæti riðilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner