Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. janúar 2015 11:20
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Völsungur og KA2 á sigurbraut
Bergur Jónmundsson skoraði fyrir Völsung.
Bergur Jónmundsson skoraði fyrir Völsung.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Ingólfur skoraði tvö fyrir Völsung.
Ingólfur skoraði tvö fyrir Völsung.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mark Almars Daða dugði ekki til fyrir Leikni.
Mark Almars Daða dugði ekki til fyrir Leikni.
Mynd: 123.is/leiknirfaskrudsfirdi
Tveir leikir fóru fram í Kjarnafæðismótinu í gærkvöldi. Hér er umfjöllun frá Akureyri.

Magni 1 - 5 Völsungur
0-1 Ingólfur Örn Kristjánsson (‘9)
0-2 Eyþór Traustason (´28)
0-3 Sæþór Olgeirsson (´41)
0-4 Ingólfur Örn Kristjánsson (´48)
0-5 Bergur Jónmundsson (´54)
1-5 Arnar Geir Halldórsson (´78)

Leikurinn í kvöld var eign Völsunga frá upphafi til enda. Þeir mættu vel stemmdir til leiks og Magnamenn sáu aldrei til sólar. Strax á 9 mínútu kom fyrsta markið og var þar að verki Ingólfur Örn sem fékk sendingu inn fyrir vörn Magna og setti hann boltann upp í þaknetið með föstu skoti. Á 28 mín fá Völsungur aukaspyrnu á vallarhelmingi Magna. Það kemur fastur bolti inn á teig sem Hjörtur í markinu nær ekki til og boltinn endar hjá Eyþóri sem leggur boltann í autt markið og staðan orðin 0-2. Undir lok hálfleiksins á Ingólfur góðan sprett upp að endalínu, hann sendir boltann inn á markteig þar sem Sæþór er mættur og setur hann boltann auðveldlega í markið. 0-3 í hálfleik.

Völsungar gerðu endanlega út um leikinn á fyrstu 9 mínútum seinni hálfleiks. Fyrst skoraði Ingólfur laglegt mark eftir aukaspyrnu Bergs og síðan skoraði Bergur sjálfur með skoti utan teigs sem hafði viðkomu í varnarmanni Magna og fór þaðan í markið. Magnamenn misstu síðan mann að velli þegar Hjörtur fékk 2 gul spjöld með 4 mínútna millibili. Magnamenn náðu síðan að klóra aðeins í bakkann og var þar að verki Arnar Geir. Lokastaðan 1-5 Völsung í vil.
Áhorfendur um 80
Maður leiksins: Ingólfur Örn Kristjánsson


KA 2 3-2 Leiknir F.
0-1 Almar Daði Jónsson (20´)
1-1 Bjarni Mark Antonsson (38´)
2-1 Ólafur Aron Pétursson (47´)víti
3-1 Ýmir Már Geirsson (68´)
3-2 Unnar Ari Hansson (74‘ )

Leikið var í Kjarnafæðismótinu í kvöld í Boganum og mættust þar KA2 og Leiknir F.

Leikurinn byrjaði heldur rólega fyrstu 20 mínúturnar og skiftust liðain á að sækja.
KA menn með besta færið á þeim tíma en markvörður Leiknis varði gott skot KA manna í horn.

Á 20mín komast Leiknismenn yfir þegar Almar Daði rennir boltanum af öryggi í netið framhjá markmanni KA manna eftir mjög góða stungusendingu innfyrir vörnina.

Leiknismenn eru hættulegri næstu mínúturnar og ver markmaður KA manna mjög vel í tvígang þar af í annað skiftið af mjög stuttu færi.

KA menn eru síðan hættulegri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og uppskáu mark á 38 mín þegar Bjarni Mark Antonsson skorar glæsilegt mark með bakfallsspyrnu utan úr teig eftir þunga sókn KA manna. Mínútu síðar komast KA menn svo einir á móti markmanni Leiknis sem ver mjög vel.

Síðari hálfleikur er ekki nema 2ja mínútu gamall þegar KA menn fá vítaspyrnu eftir að hendi var dæmd á varnarmann Leiknis og úr henni skoraði Ólafur Aron af miklu öryggi.

Næsta alvöru færi kemur síðan á 62 mínútu þegar Leiknismenn bjarga á marklínu
eftir hornspyrnu. Á 68 mínútu komast KA menn síðan í 3-1 þegar Ýmir Már skorar með óverjandi skoti úr teignum.

Leiknismenn minnka svo muninn á 74 mínútu þegar Unnar Ari skorar með þrumuskoti. Sanngjarn sigur KA manna.
Athugasemdir
banner
banner
banner