Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. janúar 2015 11:45
Arnar Geir Halldórsson
Monk um rauða spjald Gylfa: Átti að fá gult
Gylfi gengur af velli í gær
Gylfi gengur af velli í gær
Mynd: Getty Images
Garry Monk, stjóri Swansea, var vonsvikinn með að missa tvo leikmenn í leikbann þegar liðið datt úr bikarnum gegn Blackburn í gær.

Kyle Bartley var rekinn af velli snemma leiks og Gylfi fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á lokamínútum leiksins.

,,Spjaldið á Gylfa var svekkjandi. Þú getur ekki brugðist svona við eins og Gylfi gerði. Mér fannst þetta samt ekki rautt spjald. Ég held að gult spjald hefði verið nóg." sagði Monk.

Gylfi er væntanlega á leið í þriggja leikja bann og mun þá missa af leikjum gegn Southampton, Sunderland og WBA.

Sjá einnig:
Myndband: Er þetta rautt á Gylfa?
Athugasemdir
banner
banner