Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. janúar 2015 14:47
Arnar Geir Halldórsson
Ravel Morrison fer til Lazio næsta sumar
Ravel Morrison er á leið til Lazio
Ravel Morrison er á leið til Lazio
Mynd: Getty Images
Vandræðagemsinn Ravel Morrison mun ganga til liðs við ítalska úrvalsdeildarliðið Lazio þegar samningur hans við West Ham rennur út næsta sumar.

Morrison hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir eitthvað allt annað en fótbolta en hann þótti á sínum tíma einn allra efnilegasti leikmaður Englands.

Sir Alex Ferguson gaf Morrison tækifæri með aðalliði Man Utd þegar leikmaðurinn var aðeins 17 ára gamall en tveim árum seinna var honum sparkað frá Old Trafford eftir sífelld vandræði utan vallar.

Hann hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá West Ham og verið lánaður til ýmissa liða í Championship deildinni. Þrátt fyrir það voru mörg lið áhugasöm um að fá hann til liðs við sig en hann hefur nú ákveðið að fara til Lazio og mun færa sig um set til Ítalíu næsta sumar.


Athugasemdir
banner