Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. janúar 2015 20:22
Magnús Már Einarsson
Strákar í 6. flokki hópuðust að Gylfa í Reykjaneshöllinni
Gylfi og tveir ungir strákar úr Aftureldingu.
Gylfi og tveir ungir strákar úr Aftureldingu.
Mynd: Aðsend
Gylfi Þór Sigurðsson fékk rauða spjaldið í leik Swansea og Blackburn í enska bikarnum í gær og er því á leið í þriggja leikja bann.

Gylfi fékk leyfi hjá Swansea til að fara til Íslands í stutt frí og uppi varð fótur og fit þegar hann mætti að horfa á Njarðvíkurmótið í 6. flokki í Reykjaneshöllinni í dag.

Gylfi mætti að fylgjast með ungum frænda sínum á mótinu en ungu fótboltastrákarnir voru fljótir að hópast að honum. Gylfi sinnti beiðnum eiginhandaráritanir og myndatökur glaður í bragði og ljóst er að margir ungir strákar í 6. flokki fara ánægðir að sofa í kvöld eftir að hafa hitt landsliðsmanninn knáa.

,,Þetta sýnir bara hversu mikill öðlingur þessi maður er," sagði Gunnar Birgisson þjálfari hjá 6.flokki Aftureldingar við Fótbolta.net í kvöld.

,,Hann gaf sér tíma til að spjalla við ótrúlegan fjölda af strákum um allt mögulegt og áritaði og gaf grænt ljós á myndatökur hægri vinstri."

,,Get allavega sagt að mínir menn töluðu um þetta í allan dag og munu sennilega halda því áfram eitthvað fram í næstu viku."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner