sun 25. janúar 2015 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Stuðningsmenn Standard Liége „afhöfðuðu“ Defour
Borðinn umdeildi.
Borðinn umdeildi.
Mynd: Netið
Stuðningsmenn belgíska knattspyrnufélagsins Standard Liége gerðu allt vitlaust þegar þeir afhjúpuðu einn grófasta borða sem birst hefur á knattspyrnuvelli í siðmenntuðu ríki.

Atvikið átti sér stað í leik Standard gegn erkifjendunum í Anderlecht, en á þessum risastóra borða var mynd þar sem búið var að afhöfða belgíska landsliðsmanninn Steven Defour.

Á borðum stóð síðan "rauður eða dauður", en Defour var leikmaður Standard Liege áður en hann fór til Porto. Varð hann belgískur meistari í tvígang á fimm árum með Standard, en hann fór svo til Anderlecht eftir þrjú ár hjá Porto.

Defour virtist bregðast við borðanum með því að dúndra fótbolta í átt að stuðningsmönnunum og fyrir vikið fékk hann að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með athæfi stuðningsmanna Standard Liege, þar á meðal Bob Madou, fjölmiðlafulltrúi belgíska knattspyrnusambandsins.

Þá kallaði Thibault De Gendt, formaður deildarinnar, borðann viðbjóðslegan.
Athugasemdir
banner
banner
banner