mið 25. febrúar 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaraspáin: Arsenal og Atletico vinna
Allir spámennirnir spá því að Arsenal og Atletico Madrid fagni í kvöld.
Allir spámennirnir spá því að Arsenal og Atletico Madrid fagni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Arsenal fær Monaco í heimsókn.
Arsenal fær Monaco í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Kristján Guðmundsson og Hjörtur Hjartarson kræktu í þrjú stig hvor í Meistaraspánni í gær. Alexander Freyr Einarsson náði í eitt stig fyrir Fótbolta.net en stendur sig vonandi betur í kvöld þegar tveir áhugaverðir leikir eru á dagskrá.

Kristján Guðmundsson

Arsenal 1 - 0 Monaco
Leikur Monaco gengur út á varnarleik og að halda markinu hreinu sem hefur skilað þeim í 16 liða úrslitin og í góða stöðu í deildinni í Frakklandi. Eftir að hafa lent í öðru sæti riðils síns telja Arsenal menn sig heppna að hafa sloppið við stóru liðin í útsláttarkeppninni en Monaco verður þeim erfiður andstæðingur. Arsenal mun vinna leikinn en naumt verður það, 1-0.

Bayer Leverkusen 0 - 1 Atletico Madrid
Leikur tveggja liða sem leggja upp með markvissa pressu í leik sínum sem skilur sig frá flestum öðrum liðum í keppninni. Varnarleikur Atletico er gríðarlega öflugur en þeir hafa haldið hreinu í seinustu fimm leikjum í Meistaradeild og halda því áfram í kvöld gegn Leverkusen liði sem er aðeins að gefa eftir í leikjum sínum .

Hjörtur Hjartarson

Arsenal 3 - 0 Monaco
Arsenal er í dauðafæri til að komast áfram í átta liða úrslitin í fyrsta sinn síðan 2010. Liðið er sterkara en Monaco, held að það sé ekki spurning. Arsenal er á ágætis skriði heima, flest segir manni að liðið vinni þennan leik í kvöld. Ég held að þeir geri það sannfærandi.

Bayer Leverkusen 1 - 3 Atletico Madrid
Leverkusen lenti í öðru sæti í slakasta riðlinum og takmarkaðar líkur eru á því að liðið komist lengra í keppninni. Atletico er með flott lið sem er í ágætis gír.

Fótbolti.net - Alexander Freyr Einarsson

Arsenal 2 - 0 Monaco
Mér fannst það nú nokkuð gott hjá Monaco að vinna riðilinn sinn, sem var að vísu frekar þægilegur, eftir að hafa misst alla sína bestu menn í sumar. Liðið er ekki alveg jafn djúsí og það var í fyrra og á litla möguleika á titlinum heima. Ég spái nokkuð þægilegum leik fyrir Arsenal, sem endar 2-0. Er ekki frá því að Giroud skori bæði.

Bayer Leverkusen 0 - 3 Atletico Madrid
Spánar- og næstumþvíEvrópumeistarar Atletico munu hakka lið Bayer Leverkusen í sig. Spái sannfærandi 3-0 útisigri. Mario Mandzukic kann vel við að vera kominn aftur til Þýskalands og skorar eitt. Torres setur eitt og Griezmann eitt.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Kristján Guðmundsson - 7
Hjörtur Hjartarson - 7
Fótbolti.net - 5
Athugasemdir
banner