Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. febrúar 2015 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Berbatov: Á góðar og slæmar minningar héðan
Tekst Berbatov að skora á Emirates í kvöld?
Tekst Berbatov að skora á Emirates í kvöld?
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, framherji Monaco, telur að liðið geti unnið Arsenal þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Búlgarski framherjinn þekkir vel til enskrar knattspyrnu eftir að hafa leikið með Tottenham, Manchester United og Fulham og hlakkar hann til að mæta aftur á Emirates leikvanginn.

,,Við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við erum minni spámaðurinn, en við komum hingað til að ná í góð úrslit. Við höfum undirbúið okkur vel og vonandi tekst það," sagði Berbatov við blaðamenn.

,,Það er frábært að koma hingað aftur og spila á þessum leikvangi. Ég á góðar minningar héðan frá því að ég skoraði nokkur mörk, en ég á líka slæmar minningar."

,,Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég horfi á Arsenal í sjónvarpinu og þeir eru að spila vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner