banner
   mið 25. febrúar 2015 14:02
Magnús Már Einarsson
De Bruyne: Hefði spilað meira ef ég hefði verið dýrari
De Bruyne í leik með Wolfsburg.
De Bruyne í leik með Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne vill meina að hann hafi ekki fengið nægilega mörg tækifæri hjá Chelsea þar sem hann kostaði ekki jafnmikið og margir aðrir leikmenn félagsins.

Chelsea keypti De Bruyne á 7 milljónir punda frá Genk árið 2012 en hann var í kjölfarið lánaður bæði aftur til Genk og til Werder Bremen.

Í fyrra var hann síðan seldur til Wolfsburg á 16 milljónir punda. De Bruyne telur að hann hefði mögulega verið í betri stöðu ef Chelsea hefði borgað meira fyrir hann.

,,Kannski hefði þetta verið öðruvísi ef Chelsea hefði þurft að borga 32 milljónir punda en ekki 7 milljónir þegar ég kom frá Racing Genk," sagði De Bruyne.

,,Hærra kaupverð hefði kannski hjálpað mér að vera í annarri stöðu hjá félaginu. Þá hefði ég kannski fengið betra tækifæri til að spila reglulega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner