Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 25. febrúar 2015 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fabio Cannavaro dæmdur í tíu mánaða fangelsi
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að stíga inn í eigið hús, sem hafði verið gert upptækt af ítalska ríkinu.

Cannavaro hefur verið rannsakaður lengi vegna gruns um stórfelld skattsvik og var handtekinn þegar hann fannst í húsi sínu sem hafði verið gert upptækt af ríkinu.

Fabio Cannavaro er einn af allra vinsælustu knattspyrnumönnum Ítalíu. Hann var landsliðsfyrirliði þegar Ítalía vann Heimsmeistaramótið árið 2006 og átti glæsilegan feril í Evrópu og er nú þjálfari Guangzho Evergrande í kínversku deildinni.

Paolo Cannavaro, varnarmaður Sassuolo og yngri bróðir Fabio, og kona hans voru einnig dæmd í skilorðsbundið fangelsi vegna aðild að málinu.

Þau hafa öll áfrýjað dómnum og eru því frjáls ferða sinna þar til búið verður að dæma aftur í málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner