Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 25. febrúar 2015 16:45
Elvar Geir Magnússon
Howard byrjar á morgun
Tim Howard í besta skapi.
Tim Howard í besta skapi.
Mynd: Getty Images
Bandaríski markvörðurinn Tim Howard hjá Everton hefur hlotið talsverða gagnrýni að undanförnu en hann mun byrja í seinni leiknum gegn Young Boys í Evrópudeildinni á morgun.

Howard var gagnrýndur af stuðningsmönnum fyrir frammistöðuna í 2-2 jafntefli gegn Leicester á sunnudag.

„Hann þarf að fá fleiri leiki. Hann er mjög reyndur fótboltamaður og þú þarft svona reynslu í leik eins og þessum á morgun," segir Roberto Martinez, stjóri Everton.

Enska liðið vann fyrri leikinn 4-1 í Sviss þar sem Romelu Lukaku hlóð í þrennu.

Vængmaðurinn Aaron Lennon spilar ekki á morgun þar sem hann er ekki löglegur í keppninni. Þá tekur John Stones út leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner