mið 25. febrúar 2015 09:29
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Keflavíkur 
Kiko Insa í Keflavík (Staðfest)
Í viðræðum um kaup á Jóhanni Helga
Kiko Insa er á leið í Pepsi-deildina á nýjan leik.
Kiko Insa er á leið í Pepsi-deildina á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur fengið spænska varnarmanninn Insa Bohigues Fransisco í sínar raðir.

Insa er 27 ára gamall miðvörður og er kallaður Kiko Insa en hann skoraði eitt mark í 15 leikjum með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni sumarið 2013.

Insa hefur leikið með liðum á Spáni, Belgíu og Þýskalandi en hann lék í Lettlandi á síðasta ári.

Hann lýsti á dögunum yfir áhuga á að snúa aftur til Íslands og nú er ljóst að hann mun leika með Keflvíkingum í sumar.

Keflavík hefur einnig verið í viðræðum við Þór Akureyri um að fá Jóhann Helga Hannesson frá félaginu en enn ber nokkuð í milli í þeim viðræðum að því er fram kemur á heimasíðu Keflvíkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner