mið 25. febrúar 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Langflestir fá rauð spjöld gegn Barcelona í Meistaradeildinni
Algeng sjón.
Algeng sjón.
Mynd: Getty Images
Gael Clichy, vinstri bakvörður Manchester City, fékk rauða spjaldið í 2-1 tapi gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Barcelona er manni fleiri í leik í Meistaradeildinni en á Twitter gengur nú áhugaverð tölfræði þess efnis.

Andstæðingar Barcelona hafa 29 sinnum verið reknir af velli í sögu Meistaradeildarinnar.

Arsenal og FC Bayern koma næst en 18 sinnum hafa andstæðingar þessara liða fengið rauða spjaldið í Meistaradeildinni.

Flest rauð spjöld á andstæðinga
29 - Barcelona
18 - Arsenal og FC Bayern
16 - PSV Eindhoven
14 - Manchester United
13 - Real Madrid, Porto og Galatasaray
Athugasemdir
banner
banner
banner