Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. febrúar 2015 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-deildin - Úrvalslið: Þurfa að sanna sig
Hafsteinn Briem er mættur til Eyja.
Hafsteinn Briem er mættur til Eyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Jói Kalli í Árbænum?
Hvað gerir Jói Kalli í Árbænum?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hilmar Árni, besti leikmaður 1. deildar í fyrra.
Hilmar Árni, besti leikmaður 1. deildar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hituðu upp fyrir Pepsi-deildina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar voru sett saman mismunandi úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar í dag.

Smelltu hér til að hlusta á upptökuna úr þættinum

Meðal annars var opinberað úrvalslið leikmanna í deildinni sem þurfa að sanna sig í sumar.



Markvörður Stjörnunnar
Líklega Sveinn Sigurður Jóhannesson, kannski Arnar Darri Pétursson. Sá sem mun standa í marki Stjörnunnar þarf að fylla ansi stórt skarð sem Ingvar Jónsson skildi eftir sig. Það er pressa.

Orri Sigurður Ómarsson - Valur
Spennandi ungur leikmaður sem hefur verið í herbúðum AGF en er kominn heim í íslenska boltann.

Kári Ársælsson - Breiðablik
Það kom mörgum á óvart þegar Kári mætti aftur í Blikana. Margir efast en Kári þarf að sýna að félagið hafi tekið rétta ákvörðun.

Hafsteinn Briem - ÍBV
Eins og nánast allir leikmenn Fram í fyrra náði Hafsteinn sér ekki á strik en fær nú annað tækifæri til að sýna hvað hann getur.

Ósvald Jarl Traustason - Breiðablik
Sama má segja um Ósvald sem er kominn heim í Breiðablik frá Fram. Ákveðinn í að stimpla sig inn.

Jóhannes Karl Guðjónsson - Fylkir
Hefur alls ekki náð sér á strik á vellinum síðan hann kom heim. Líklega hans síðasta tækifæri til að gera það.

Bjarni Þór Viðarsson - FH
Leikmaður sem fáir Íslendingar hafa séð spila síðan 2011. Miklar væntingar eru gerðar til Bjarna í Hafnarfirðinum.

Oliver Sigurjónsson - Breiðablik
Lét lítið að sér kveða þegar hann kom heim að utan um mitt síðasta sumar. Hefur verið talinn mikið efni og nú er að stíga næsta skref.

Hallgrímur Mar Steingrímsson - Víkingur
Leikmaður sem maður hefur beðið lengi eftir að sjá taka skrefið upp í efstu deild.

Hilmar Árni Halldórsson - Leiknir
Besti leikmaður 1. deildarinnar í fyrra. Hvernig höndlar hann skrefið á stóra sviðið.

Kolbeinn Kárason - Leiknir
Var ósáttur við fá tækifæri hjá Val og ætlar að sýna hjá Leikni að hann hafi átt skilið að fá fleiri mínútur.

Þjálfari: Bjarni Guðjónsson - KR
Á sínu öðru tímabili sem þjálfari. Féll með Fram á því fyrsta en fékk engu að síður tækifæri í eftirsóttasta þjálfarastól landsins.

Sjá önnur úrvalslið:
Ellismellir
Ungir leikmenn
Komnir í deildina
Farnir úr deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner