Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. febrúar 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Simeone: Við erum ekki sigurstranglegri
Diego Simeone er auðmjúkur fyrir leikinn gegn Bayer Leverkusen.
Diego Simeone er auðmjúkur fyrir leikinn gegn Bayer Leverkusen.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, vanmetur svo sannarlega ekki andstæðingana í Bayer Leverkusen fyrir leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Argentínumaðurinn neitar því að Spánarmeistararnir séu sigurstranglegri aðilinn og segir lið Leverkusen vera hugrakkt og gott.

,,Við þurfum að vera algerlega einbeittir og fullvissir um hvernig við ætlum að spila," sagði Simeone.

,,Bayer Leverkusen er mjög hugrakkt lið sem þorir að sækja, og það gerir þá hættulega."

,,Leverkusen er með góða leikmenn og góðan þjálfara, maður verður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum."

,,Ég tel okkur ekki vera sigurstranglegri. Einvígið byrjar 0-0 svo allt getur gerst."

Athugasemdir
banner
banner