Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. febrúar 2015 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky Sports sýnir MLS deildina næstu fjögur ár (Staðfest)
Stjörnulið MLS deildarinnar tók á móti Bayern München í Stjörnuleiknum í fyrra. Stjörnuliðið vann 2-1 með mörkum frá Landon Donovan og Bradley Wright-Phillips.
Stjörnulið MLS deildarinnar tók á móti Bayern München í Stjörnuleiknum í fyrra. Stjörnuliðið vann 2-1 með mörkum frá Landon Donovan og Bradley Wright-Phillips.
Mynd: Getty Images
Sky Sports er búið að tryggja sér fjögurra ára sýningarrétt fyrir amerísku Major League Soccer deildina.

Sýningarrétturinn tekur gildi strax í mars og er þetta annar stór samningur sem Sky gerir í febrúar eftir að hafa tryggt sér sýningarrétt ensku Úrvalsdeildarinnar næstu árin.

Sky Sports mun sýna minnst tvo MLS leiki á viku og fær að sýna úrslitakeppni deildarinnar og Stjörnuleikinn, sem er með svipuðu sniði og Ofurskálinn í amerískum fótbolta og Stjörnuleikurinn í körfubolta.

Sky mun þá einnig sýna vikuleg innslög frá því helsta sem gerist í MLS deildinni, en ekki er ljóst hversu mikið breski fjölmiðillinn þarf að greiða fyrir réttinn.

MLS deildin hefst í mars og tímabilinu lýkur í desember, þannig að evrópskir fótboltaáhugamenn geta fylgst með bandaríska fótboltanum þegar ekkert er að gera á sumrin.
Athugasemdir
banner