Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. febrúar 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Spænskur vængmaður æfir með Leikni
Mynd: qplayers
Spænskur vængmaður, Javi Fernandez, er kominn til landsins en hann mun æfa hjá Leikni til reynslu næstu daga.

Javi heitir fullu nafni Francisco Javier Fernández Luque og getur einnig spilað sem sóknarmiðjumaður.

Hann er 27 ára og hóf meistaraflokksferilinn með Malaga á Spáni.

Hann lék svo í spænsku neðri deildunum áður en hann gekk í raðir Mumbai City í indversku ofurdeildinni þar sem hann var samherji Fredrik Ljungberg og Nicolas Anelka.

Leiknir vann 1. deildina í fyrra og leikur í sumar í fyrsta sinn í efstu deild.

Enskur bakvörður æfir einnig með Leikni þessa dagana eins og við greindum frá nýlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner