Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. febrúar 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmannahópur Leeds styður Russell Crowe
Leeds United er í 14. sæti Championship deildarinnar eftir mikinn vandræðagang síðustu tímabil.
Leeds United er í 14. sæti Championship deildarinnar eftir mikinn vandræðagang síðustu tímabil.
Mynd: Getty Images
Stór hluti stuðningsmanna Leeds United vill að leikarinn Russell Crowe kaupi félagið eftir að óskarsverðlaunahafinn greindi frá áhuga sínum á félaginu.

Stuðningsmenn Leeds hafa margir svarað Crowe á Twitter þar sem þeir biðja hann um að bjarga félaginu sínu.

,,Russell er mikill stuðningsmaður Leeds og við viljum endilega hefja samstarf með honum til að koma félaginu í eigu stuðningsmanna," sagði talsmaður stuðningsmannahóps Leeds.

Crowe hefur reynslu af því að kaupa íþróttafélag og koma því í eigu stuðningsmanna eftir að hann keypti botnlið áströlsku rúgbí deildarinnar South Sydney Rabbitohs árið 2006.

South Sydney varð heimsmeistari félagsliða í fyrra þegar liðið vann St Helens 39-0 í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner