Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. febrúar 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Tevez: Okkar mistök hleyptu Dortmund inn í einvígið
Tevez fagnar marki sínu gegn Dortmund.
Tevez fagnar marki sínu gegn Dortmund.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, framherji Juventus, var svekktur yfir ódýru marki sem liðið gaf Borussia Dortmund í 2-1 sigri gegn þeim þýsku í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Argentínumaðurinn kom Juventus í 1-0 snemma leiks, en skömmu síðar jafnaði Marco Reus metin eftir að Giorgio Chiellini rann í grasinu og sóknarmaðurinn komst einn í gegn.

Alvaro Morata tryggði Juventus 2-1 sigur með marki rétt fyrir leikhlé, en Tevez hefði þó viljað halda hreinu.

,,Mér fannst við spila mjög góðan leik, en Dortmund skoraði vegna mistaka okkar," sagði Tevez eftir leikinn.

,,Í Meistaradeildinni eru engir auðveldir leikir og við vitum að þetta verður erfitt í Dortmund."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner