Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 25. febrúar 2015 10:32
Elvar Geir Magnússon
Tiago: Það mun mikið mæða á vörninni
Leikurinn í kvöld hefst 19:45.
Leikurinn í kvöld hefst 19:45.
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen er í lægð í þýsku deildinni en vonast til að sýna sínar bestu hliðar í kvöld þegar liðið tekur á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni.

„Það er enginn leikur auðveldur á þessu stigi keppninnar," segir Tiago, miðjumaður Atletico.

„Það mun mikið mæða á vörn okkar því Leverkusen sækir á mörgum mönnum og er með hættulegt lið. Þetta verður erfitt en vonandi getum við komið okkur áfram."

Koke verður væntanlega ekki með í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í grannasigrinum gegn Real Madrid fyrr í þessum mánuði.

Heimamenn verða án tyrkneska varnarmannsins Omer Toprak sem tekur út leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner