Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 25. febrúar 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Welbeck: Wenger er með góðan hausverk
Danny Welbeck gæti byrjað í kvöld.
Danny Welbeck gæti byrjað í kvöld.
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck, framherji Arsenal, segir að úrval sóknarmanna hjá liðinu gefi knattspyrnustjóranum Arsene Wenger góðan hausverk fyrir leikinn gegn Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Arsenal hefur einungis tapað einum af síðustu níu leikjum sínum, en eftir endurkomu þeirra Mesut Özil og Theo Walcott hefur Wenger úr nægum kostum að velja í sóknarleiknum, auk þess sem Olivier Giroud og Santi Cazorla hafa verið öflugir undanfarnar vikur.

,,Það eru margir kostir í stöðunni sóknarlega og það gefur stjóranum góðan hausverk," sagði Welbeck við blaðamenn.

,,Þeir sem eru inni á vellinum leggja sig 100 prósent fram og gera sitt besta fyrir liðið. Það er það mikilvægasta, að allir vinni sitt starf. Augljóslega munu þeir sem spila leikinn gera það."

Athugasemdir
banner
banner