Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. febrúar 2015 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Giroud átti lélegt kvöld
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var skiljanlega sár eftir tap á heimavelli gegn Monaco, félagi sem hann stýrði fyrir nokkrum áratugum.

Wenger afsakaði sína menn ekki og var heiðarlegur í sjónvarpsviðtali eftir leik.

,,Þriðja markið gerir okkur gríðarlega erfitt fyrir í seinni leiknum. Við týndum hausnum gegn Monaco í kvöld," sagði Wenger eftir tapið.

,,Hjartað tók yfir heilann og það gengur ekki á þessu stigi. Við vorum ekki nægilega góðir andlega og þess vegna töpuðum við.

,,Við hefðum getað unnið leikinn á fyrstu 20 mínútum leiksins en klúðruðum færunum okkar."


Olivier Giroud átti sex skot í leiknum og hefði átt að skora úr minnst tveimur þeirra áður en honum var skipt af velli.

,,Fótbolti er ekki spilaður á blaði, þetta snýst allt um frammistöðu. Monaco voru betri og áttu skilið að vinna.

,,Giroud átti lélegt kvöld og klúðraði auðveldum færum. Þetta leit ekki út fyrir að vera einn af hans bestu dögum."


Arsenal þarf að skora minnst þrjú mörk á útivelli gegn Monaco sem hefur ekki fengið 3 mörk á sig á heimavelli á tímabilinu. Auk þess má nefna að síðasta lið til að tapa með tveggja marka mun eða meira á heimavelli og komast áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar er Ajax, en það gerðist árið 1969.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner