Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2017 13:00
Alexander Freyr Tamimi
100% líkur á að Fabregas verði áfram hjá Chelsea
Fabregas lætur mótlætið ekki stöðva sig.
Fabregas lætur mótlætið ekki stöðva sig.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Cesc Fabregas segir 100% líkur á því að hann verði áfram hjá Chelsea á næsta tímabili.

Spænski landsliðsmaðurinn hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í byrjunarliðinu undir stjórn Antonio Conte og hefur hann einungis byrjað fimm deildarleiki. Þrátt fyrir það stóð ekki á svörum þegar hann spurði hvort hann yrði áfram hjá Chelsea á næstu leiktíð.

„100 prósent. Ég er ekki að hugsa um neitt annað en að leggja mig fram hérna. Það hefur mjög margt breyst frá því fyrir hálfu ári," sagði hann.

„Þetta hefur verið mikil áskorun frá upphafi og það eru alltaf orðrómar en mer er sama hvað fólk segir. Ég hef ekki viljað fara héðan í eina sekúndu."

„Stundum er þetta svo auðvelt, menn spila ekki tvo leiki og verða pirraðir og vilja fara, en ég er andstæðan. Ég vil mæta áskorunum og standast þær. Ég veit hvað ég get gert og hvort ég sé betri en aðrir eða ekki. Ég veit hvað ég get fært þessu liði og með því að bæta mig og hlusta á stjórann, hvað hann vill og hvað hann vill ekki, veit ég hvar ég get hjálpað."

„Ég hef sannað mig í hvert skipti sem ég hef fengið tækifærið og ég mun ekki hæta því fyrr en ég spila hvern einasta leik, sem er markmiðið."

Athugasemdir
banner
banner
banner