Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   lau 25. febrúar 2017 15:01
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Arnar Grétars: Munur á liðunum í Pepsi er lítill
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svolítið eins og ég átti von á. Við vorum meira með boltann en vorum sjálfum sér ekki að skapa okkur mikið. Það var ekki mikið um færi í þessum leik, þetta var meira bara barningur. Svolítill vorbragur á þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks eftir jafntefli gegn Grindavík í Lengjubikarnum í dag.

Þetta er annað jafntefli liðanna á stuttum tíma en liðin gerðu jafntefli í Fótbolta.net mótinu.

„Munur á liðunum í Pepsi deild er bara lítill. Þau sem hafa verið á toppnum hafa kannski haft meiri gæði fram á við," sagði Arnar

Meðalaldur hjá byrjunarliði Breiðabliks í dag var tæp 25 ár, og þar er Gunnleifur Gunnleifsson talinn með en hann verður 42 ára á þessu ári. Arnar ætlar að bíða og sjá hvort að hann muni styrkja hópinn fyrir sumarið.

„Ég ætla að bíða, við erum tiltölulega nýbúnir að fá Tokic inn og eigum Viktor Örn Margeirs sem er að koma eftir aðgerð og leyfa þeim að koma inn í hópinn og svo sjáum við hvað setur."

Ef viðtalið virkar ekki að ofan má sjá það hér:

Athugasemdir