„Þetta var svolítið eins og ég átti von á. Við vorum meira með boltann en vorum sjálfum sér ekki að skapa okkur mikið. Það var ekki mikið um færi í þessum leik, þetta var meira bara barningur. Svolítill vorbragur á þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks eftir jafntefli gegn Grindavík í Lengjubikarnum í dag.
Þetta er annað jafntefli liðanna á stuttum tíma en liðin gerðu jafntefli í Fótbolta.net mótinu.
„Munur á liðunum í Pepsi deild er bara lítill. Þau sem hafa verið á toppnum hafa kannski haft meiri gæði fram á við," sagði Arnar
Meðalaldur hjá byrjunarliði Breiðabliks í dag var tæp 25 ár, og þar er Gunnleifur Gunnleifsson talinn með en hann verður 42 ára á þessu ári. Arnar ætlar að bíða og sjá hvort að hann muni styrkja hópinn fyrir sumarið.
„Ég ætla að bíða, við erum tiltölulega nýbúnir að fá Tokic inn og eigum Viktor Örn Margeirs sem er að koma eftir aðgerð og leyfa þeim að koma inn í hópinn og svo sjáum við hvað setur."
Ef viðtalið virkar ekki að ofan má sjá það hér:
Athugasemdir