Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2017 16:12
Alexander Freyr Tamimi
Benzema gæti snúið aftur í franska landsliðið
Snýr Benzema aftur í landsliðið?
Snýr Benzema aftur í landsliðið?
Mynd: Getty Images
Karim Benzema gæti snúið aftur í franska landsliðsins að sögn Noel Le Graet, forseta knattspyrnusambandsins þar í landi.

Þessi öflugi framherji Real Madrid hefur ekki komið við sögu með landsliðinu frá því að hann flæktist í skandal tengdu meintu kynlífsmyndbandi af liðsfélaga sínum í landsliðinu, Mathieu Valbuena. Þurfti Benzema að sitja heima á meðan Frakkar spiluðu á EM í heimalandinu.

„Hann kemur til greinal, hann er ekki í banni. Ef Didier vill velja hann, þá má hann gera það sem hann vill. Hann stjórnar þessu algjörlega," sagði Le Graet.

„Það eru engin vandamál með Benzema, ef hann heldur áfram að spila vel mun hann snúa aftur einn daginn."

„Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum sem íþróttamanni, hann er markahæsti Frakkinn í Evrópu og byrjar fyrir Real Madrid, sem er ekki auðvelt. Gæði hans sem leikmanns eru óumdeild."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner