lau 25. febrúar 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Fernandez verður hjá Swansea til 2020
Fernandez kann vel við lífið hjá Swansea.
Fernandez kann vel við lífið hjá Swansea.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn öflugi Federico Fernandez hefur skrifað undir nýjan samning við Swansea sem gildir til ársins 2020.

Þetta er fyrsti endurnýjunin sem Fernandez skrifar undir síðan hann gekk í raðir Swansea frá Napoli fyrir þremur árum. Hann átti minna en 18 mánuði eftir af samningi sínum.

Fernandez hefur verið einn af betri leikmönnum Swansea á þessu tímabili. Í janúar hafnaði félagið tilboði í þrjá lykilmenn, Fernandez, Fernando Llorente og Gylfa Þór Sigurðsson.

„Þegar ég kom hingað fyrst, þá fann ég það strax að þetta var gott félag og góð borg. Fjölskyldan mín er mjög ánægð hérna," sagði Fernandez, sem hefur spilað alla leiki eftir að Paul Clement tók við.

„Ég er ánægður með bæði fótboltann og einkalífið. Þessi nýji samningur hjálpar mér vegna þess að hann sýnir að ég ber traust til félagsins. Ég hlakka til framtíðarinnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner