banner
   lau 25. febrúar 2017 06:00
Fótbolti.net
Hallur Ásgeirs í 2. flokk Keflavíkur 1993 (Staðfest)
Hallur Kristján Ásgeirsson.
Hallur Kristján Ásgeirsson.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hallur Kristján Ásgeirsson, félagaskiptakóngurinn víðfrægi hefur gengið til liðs við 2. flokk Keflavíkur 1993.

Félagaskiptin eru þó ekki innan KSÍ þar sem liðið tekur eingöngu þátt í einu móti á ári, Minningarmótinu um Ragnar Margeirsson, sem haldið verður í Reykjaneshöll í dag.

Hinir nýju félagar Halls eiga titil að verja eftir glæstan sigur þeirra á mótinu í fyrra þar sem markvörður liðsins, Eysteinn Hauksson varði þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik gegn Stál-Úlfi, allar berhentur, til heiðurs Pat Jennings, besta markverði knattspyrnusögunnar.

Þykja þessi nýjustu tíðindi vera lýsandi fyrir þá stefnu 2.flokks Keflavíkur 1993 að stefna alltaf, að lágmarki, á toppinn.

Í ljósi sögunnar er fólk varað við því að reikna með að Hallur klári mótið með liðinu.

Minningarmót um Ragnar Margeirsson fer fram í Reykjaneshöllinni í dag klukkan 15:30-18:30 og gefst þar einstakt tækifæri til að líta marga góðkunna kappa úr knattspyrnusögunni, sem allir sem einn eiga það sameiginlegt að hafa engu gleymt og að vera allir í TOPP-standi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner