Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. febrúar 2017 10:30
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Sef eins og ungabarn
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Getty Images
Einhverjir danskir fjölmiðlar eru farnir að tala um krísu varðandi Randers sem tapað hefur sex leikjum í röð í dönsku deildinni. Þjálfarinn Ólafur Kristjánsson segir að engar varúðarbjöllur séu farnar að hringja.

„Ég sef eins og ungabarn á nóttunni," segir hann við BT.

Randers er í fimmta sæti en sex efstu liðin komast í umspil. Liðin fyrir neðan eru farin að nálgast.

„Ég var og er viss um að við getum komið okkur í umspilið. En það er ljóst að til að ná því markmiði verðum við að vinna fótboltaleiki," segir Ólafur sem segir að herslumuninn hafi vantað í gær þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Midtjylland.

Ólafur segir að til að komast á beinu brautina megi liðið ekki fókusa of mikið á það neikvæða.

Ole Niel­sen, yf­ir­maður íþrótta­mála hjá Randers, segir að ánægja sé með þjálfarateymið þó úrslitin hafi ekki verið að óskum að undanförnu. Ólafur hafi innleitt nútímalegar þjálfunaraðferðir hjá félaginu.

„Við lítum það alvarlegum augum að úrslitin hafi ekki verið betri að undanförnu en þjálfarateymið er ekki í skotlínunni," segir Nielsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner