Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 25. febrúar 2017 11:30
Alexander Freyr Tamimi
Snodgrass kannast ekki við að hafa hafnað Barcelona
Snodgrass gekk nýlega í raðir West Ham.
Snodgrass gekk nýlega í raðir West Ham.
Mynd: Getty Images
Robert Snodgrass, miðjumaður West Ham, skilur ekkert í fréttum þess efnis að hann hafi hafnað því að fara á reynslu hjá Barcelona þegar hann var yngri.

Árið 2005 var Snodgrass að skapa sér nafn hjá skoska félaginu Livingston, þar sem hann þótti mikið efni. Fjölmörg félög á Englandi fylgdust með honum og gekk hann á endanum til liðs við Leeds.

Orðrómar fóru hins vegar af stað um að Barcelona hefði sett sig í samband við hann, en á þessum tíma var ungur maður að nafni Lionel Messi að stimpla sig inn á Nývangi. Því var haldið fram að Snodgrass hefði afþakkað boð Börsunga um að æfa með þeim, en skoski landsliðsmaðurinn harðneitar því.

„Þú þyrftir að vera geðveikur til að hafna því að fara á reynslu til Barcelona," sagði Snodgrass við The Sun.

„Enginn myndi hafna slíku tækifæri en ég hugsa ekkert um hvað hefði getað orðið, því þetta gerðist aldrei. Það finnst öllum þetta mjög áhugaverð saga og hún er alltaf að fljóta upp á yfirborðið. En ég veit ekki hvernig ég get byrjað að útskýra þetta."

„Ég var 17 ára og að spila fyrir Livingston þegar það fóru af stað fréttir um að ég hefði neitað að fara á reynslu til Barcelona. Mér hafði verið sagt að ýmis félög og umboðsmenn hefðu haft samband en í raun veit ég ekkert um þetta."

Athugasemdir
banner
banner