Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 25. febrúar 2017 21:42
Magnús Már Einarsson
Vardy: Algjörlega ósatt að ég hafi átt þátt í brottrekstri Ranieri
Jamie Vardy og Claudio Ranieri.
Jamie Vardy og Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, framherji Leicester, hefur neitað því að hann eigi þátt í því að Claudio Ranieri hafi verið rekinn frá félaginu.

Fram kom í enskum fjölmiðlum í dag að eigendur Leicester hefðu ákveðið að reka Ranieri eftir að hafa farið á fund með Vardy, West Morgan, Kasper Schmeichel og Marc Albrighton. Vardy segir það ekki rétt.

„Claudio hefur og mun alltaf hafa alla mína virðingu. Það eru sögusagnir um að ég hafi átt í þátt í brottrekstri hans og það er algjörlega ósatt og það er mjög sárt að sjá þetta," sagði Vardy í færslu á Instagram í kvöld.

„Það eina sem við í liðinu erum sekir um er að standa okkur ekki nægilega vel. Við vitum það allir í búningsklefanum og við ætlum að gera okkar besta til að laga það" bætti Vardy við en hann þakkaði einnig Ranieri fyrir.

„Hann hafði trú á mér þegar fáir höfðu það og ég skulda honum miklar þakkir fyrir það. Ég óska Claudio alls hins besta í framtíðinni. Takk Claudio fyrir allt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner