Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 25. febrúar 2017 13:30
Alexander Freyr Tamimi
Wijnaldum: Leicester saknar Kante
Wijnaldum segir Kante hafa verið eina helstu ástæðuna fyrir velgengni Leicester í fyrra.
Wijnaldum segir Kante hafa verið eina helstu ástæðuna fyrir velgengni Leicester í fyrra.
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, telur að sala Leicester á N'Golo Kante til Chelsea sé meginástæða dapurs gengis Englandsmeistaranna á tímabilinu. Liverpool heimsækir Leicester á mánudagskvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Kante var alger lykilmaður í ótrúlegu ævintýri Leicester á síðustu leiktíð en hann yfirgaf félagið fyrir Chelsea í kjölfarið, þar sem hann hefur verið lykilmaður og hjálpað liðinu að ná góðri forystu á toppnum.

„Auðvitað hafa þeir átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili, þeir eru ekki að standa sig vel miðað við síðasta tímabil. En ég held að þeir séu ennþá gott lið, næstum allir leikmennirnir voru áfram," sagði Wijnaldum í viðtali við Sky Sports.

„Kante er mikill missir fyrir þá, því hann var gríðarlega mikilvægur á miðjunni. Hann hélt þessu öllu saman og var ein aðalástæðan fyrir því að þeir urðu meistarar. Vegna þess að hann fór hefur allt orðið mun erfiðara fyrir alla hina í liðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner