Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2017 10:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Zlatan bíður með að framlengja út af Meistaradeildinni
Zlatan vill spila í Meistaradeildinni
Zlatan vill spila í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United vill sjá hvort að félagið komist í Meistaradeild Evrópu, áður en hann framlengir samning sinn við félagið.

Samningur Zlatan rennur út í sumar en ákvæði er um framlengingu á samningnum. Zlatan vill ekki virkja hann fyrr en liðið tryggir sig inn í deild þeirra bestu.

Talið er að næsta tímabil verði það síðasta sem Zlatan leikur í Evrópu áður en hann fer í MLS deildina í Bandaríkjunum.

Meistaradeildin er mikilvæg fyrir Zlatan og vill hann ekki missa af henni á sínu síðasta tímabili.

Mikil barátta er um Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni en takist Man Utd að vinna Evrópudeildina, þá komast þeir einnig í Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner