Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. febrúar 2018 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Jafntefli hefði verið sanngjarnt
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var vitanlega svekktur eftir 2-1 tap gegn Manchester United í dag. Sá ítalski vill meina að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða á Old Trafford í dag.

„Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit í þessum leik. En við erum að tala um tap og það er þannig," sagði Conte.

„Við héldum leiknum opnum og andstæðingurinn refsaði okkur fyrir það. Manchester United er frábært lið en við getum ekki verið annað en vonsviknir, við hefðum getað gert betur."

Chelsea er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.

„Við vitum að það er mikil barátta um efstu fjögur sætin og það verður erfitt að komast í Meistaradeildina."
Athugasemdir
banner
banner