Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 25. febrúar 2018 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte kallar eftir VAR - Morata virðist ekki hafa verið rangstæður
Mynd: Getty Images
Manchester United lagði Englandsmeistara Chelsea að velli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölurnar á Old Trafford voru 2-1, heimamönnum í vil.

Chelsea kom boltanum í netið undir lokin og var það Alvaro Morata sem gerði það. Hann var hins vegar dæmdur rangstæður.

En var hann rangstæður?

Af myndum að dæma var hann ekki rangstæður. Dómarinn gat ekki notað myndbandsdómgæslu (VAR) þar sem hún er ekki í notkun í ensku úrvalsdeildinni, bara í ensku bikarkeppnunum.

„Ég verð að vera hreinskilinn, ég sá þetta ekki en ef þið eruð að segja mér að Morata hafi ekki verið rangstæður þá þarf að fara yfir það. Myndbandsdómgæsla er mikilvæg, sérstaklega á Englandi," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea eftir leikinn.

Myndir af atvikinu eru hér að neðan en Morata hefði jafnað 2-2 ef markið hefði verið dæmt gott og gilt.







Athugasemdir
banner
banner