sun 25. febrúar 2018 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dele Alli harðlega gagnrýndur - Tók enn eina dýfuna
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, stökk Dele Alli, miðjumanni Tottenham, til varnar er hann var spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi fyrir leik Palace og Tottenham sem fram fór í Lundúnum í hádeginu í dag.

Alli hefur oft á þessu tímabili verið gagnrýndur fyrir leikaraskap en þegar Hodgson var spurður út það, þá sagði hann:

„Hann er enginn svindlari og dýfir sér ekki, það er víst."

Svo vildi skemmtilega til að Alli dýfði sér í leiknum í dag, gegn Palace sem Tottenham vann 1-0.

Hann reyndi að krækja í vítaspyrnu en leikaraskapurinn var augljós, þó gaf dómari leiksins honum ekki gult spjald. Alli hefur tvisvar á þessu tímabili fengið gult fyrir leikaraskap.

Með því að smella hér geturðu séð myndband af dýfunni en Alli hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þetta, og það skiljanlega.















Athugasemdir
banner
banner