banner
   sun 25. febrúar 2018 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Enn og aftur var Kane hetja Tottenham
Enn og aftur, Harry Kane hetjan.
Enn og aftur, Harry Kane hetjan.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 1 Tottenham
0-1 Harry Kane ('89 )

Enn og aftur kom það í hlut Harry Kane að vera hetja Tottenham, er liðið mætti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fyrri leik dagsins í deildinni á þessum ofursunnudegi.

Tottenham var 76% með boltann í leiknum og var sterkari aðilinn en það var ekki fyrr en á 89. mínútu sem fyrsta og eina mark leiksins lét sjá sig. Það gerði títtnefndur Kane eftir hornspyrnu frá danska leikstjórnandanum, Christian Eriksen.

Kane er kominn með 24 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Tottenham er komið upp í fjórða sæti deildarinnar, upp fyrir Chelsea sem leikur gegn Manchester United á eftir. Crystal Palace er í 17. sæti, með jafnmörg stig og Swansea sem er í 18. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner