sun 25. febrúar 2018 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Neville hraunaði yfir Arsenal - Algjörir aumingjar
Mynd: Getty Images
Gary Neville gagnrýndi leikmenn Arsenal harkalega fyrir skelfilega frammistöðu í úrslitaleik deildabikarsins í dag.

Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City og voru nokkrir leikmenn á borð við Shkodran Mustafi og Granit Xhaka sérstaklega teknir fyrir.

„Mustafi verður að vera sterkari en þetta, þetta er sorglegur varnarleikur," sagði Neville í beinni útsendingu á Sky Sports.

„Ramsey. Xhaka. Özil. Þið eruð labbandi á Wembley. Af hverju eruði labbandi? Þið eruð til skammar. Algjörlega til skammar.

„Ég vil ekki einu sinni tala um þá því þeir eru svo mikið til skammar. Ramsey og Xhaka labbandi um á vellinum eins og algjörir aumingjar."


Myndavélin sýndi þá ungan stuðningsmann Arsenal grátandi á Wembley.

„Sjáið þetta - þetta er það sem þið eruð að gera! Ég á erfitt með að finna orð til að lýsa þessu Arsenal liði.

„Mér finnst fótboltinn þeirra ekki einu sinni það góður lengur. Liverpol spilar betur, Tottenham spilar betur, það eru allavega þrjú eða fjögur lið í deildinni sem spila betri fótbolta en Arsenal."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner