banner
   sun 25. febrúar 2018 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Rúnar skoraði er St Gallen fór upp fyrir Zürich
Rúnar er í láni hjá St. Gallen.
Rúnar er í láni hjá St. Gallen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum er hann skoraði annað mark St. Gallen í 3-0 sigri á Lugano í deild þeirra bestu í Sviss í dag.

Þetta var fyrsta mark Rúnars fyrir St. Gallen en hann er í láni hjá félagrinu frá Grasshopper.

Rúnar kom St. Gallen í 2-0 en leikurinn fór 3-0. Eftir þennan leik er St. Gallen með 33 stig í þriðja sæti deildarinnar.

Á meðan St. Gallen vann gerði félagið sem Rúnar er samningsbundinn, Grasshopper honum greiða með því að vinna 1-0 sigur á Zürich. St. Gallen komst yfir Zürich í deildinni vegna þess.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Zürich og fékk að vera með fyririðabandið í fyrsta sinn.

Grasshopper 1 - 0 Zürich
1-0 Jeffren Suarez ('16)
Rautt spjald: Cedric Brunner, Zürich ('71)

St. Gallen 3 - 0 Lugano
1-0 Stjepan Kukuruzovic ('39)
2-0 Rúnar Már Sigurjónsson ('63)
3-0 Cedric Itten ('88)R
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner