sun 25. febrúar 2018 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Unnum mjög gott lið - Pogba stórkostlegur
Gleymdi ekki að hrósa McTominay
Mynd: Getty Images
„Við unnum stórkostlegt lið," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 2-1 sigur á sínu gamla félagi, Chelsea, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Það er einhver ástæða fyrir því að þeir urðu Englandsmeistarar á síðasta tímabili, það er einhver ástæða fyrir því að þeir spiluðu vel gegn Barcelona, það er einhver ástæða fyrir því að þeir byrjuðu þennan leik mjög vel. Svo, við unnum mjög gott lið."

„Við urðum að vera skipulagðir, allir urðu að fylgja leikplaninu og sýna réttan anda. Við unnum mjög gott lið."

„Þeir byrjuðu mjög vel en við fundum leið til að spila gegn þeim. Við höfðum góðar gætur á Eden Hazard. Willian er magnaður leikmaður og hann drap okkur með markinu."

„Við vorum með meiri stjórn á leiknum, án þess að skapa mikið af færum," sagði Mourinho.

Paul Pogba kom aftur inn í lið Manchester United í dag og Mourinho var ánægður með hans framlag.

„Pogba spilaði stórkostlega á miðjunni," sagði Mourinho sem gleymdi ekki að hrósa Scott McTominay.

„Hann er frábær leikmaður, nútímamiðjumaður, sem getur gert allt. Það eina sem hann hefur ekki enn gert er að skora mörk, en hann getur alveg gert það. Ég er mjög ánægður með hann í dag."

„Ég vil ekki tala mikið um einstaklinga, Matic spilaði líka mjög vel á miðjunni. Varnarmennirnir voru góðir líka og Alexis Sanchez lagði mikið á sig," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner