Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Nainggolan missti tönn gegn Milan
Nainggolan að tækla tvo leikmenn Inter í einu.
Nainggolan að tækla tvo leikmenn Inter í einu.
Mynd: Getty Images
Radja Nainggolan er þekktur fyrir að vera einn mesti naglinn í ítalskri knattspyrnu.

Nainggolan er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður og hefur verið eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu en aldrei viljað yfirgefa Roma.

Miðjumaðurinn grjótharði mætti Franck Kessie er Roma tók á móti Milan í ítalska boltanum fyrr í kvöld og kljáðust þessi tvö ofurmenni harkalega á miðjunni.

Í eitt skiptið hoppuðu miðjumennirnir báðir upp í skallabolta og olnbogaði Kessie kollega sinn óvart í andlitið. Nainggolan lá eftir en var kominn aftur inná völlinn eftir nokkrar mínútur.

Myndir frá leiknum sýna að Nainggolan missti tönn. Hann var ekki tekinn útaf fyrr en tæpum klukkutíma síðar, þegar Edin Dzeko kom inn til að reyna að laga stöðuna, enda Rómverjar marki undir á heimavelli. Dzeko tókst ekki að skora og tapaði Roma 2-0.

Nainggolan á indónesískan föður en er fæddur og uppalinn í Belgíu. Hann er 29 ára og á 29 landsleiki að baki fyrir Belgíu. Hjá Roma hefur hann spilað 127 deildarleiki og skorað 24 mörk.




Athugasemdir
banner
banner