sun 25. febrúar 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Lampard kennir Shelvey um jafnteflið
Mynd: Getty Images
Það leikur enginn vafi á því að Jonjo Shelvey er einn af gæðamestu leikmönnum Newcastle.

Rafa Benitez var gagnrýndur fyrir að bekkja Shelvey í 1-1 jafntefli gegn Burnley en hann var í byrjunarliðinu er Newcastle heimsótti Bournemouth í fallbaráttuslag á laugardaginn.

Dwight Gayle gerði tvennu fyrir gestina í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna með tveimur mörkum á lokakaflanum og var Benitez ósáttur með töpuð stig.

Frank Lampard talaði um Shelvey og vinnuframlag hans í Match of the Day þættinum á BBC og útskýrði fyrir áhorfendum hvers vegna hann er ekki ómissandi partur af byrjunarliðinu.

„Sendingarnar hans eru stórkostlegar en varnarvinnan sem hann skilar er skelfileg," sagði Lampard og sýndi svo hvernig bæði mörk Bournemouth geta skrifast að hluta til á Shelvey.

Lampard undrast á því að leikmaður í fallbaráttu skildi sína varnarskyldum sínum svona mikið áhugaleysi á viðkvæmum tímapunktum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner