sun 25. febrúar 2018 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Kári klúðraði dauðafæri í tapi gegn Celtic
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aberdeen 0 - 2 Celtic
0-1 Moussa Dembele ('37)
0-2 Kieran Tierney ('83)

Kári Árnason og félagar í Aberdeen eru núna 12 stigum á eftir toppliði Celtic eftir tap gegn þeim á heimavelli í dag.

Kári fékk kjörið tækifæri til að koma Aberden yfir snemma leiks en hann náði ekki að nýta sér það.

Celtic refsaði og kom franski framherjinn Moussa Dembele gestunum yfir stuttu fyrir leikhlé. Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum fékk Kári gult spjald fyrir að brjóta á títtnefndum Dembele sem verður væntanlega eftirsóttur í sumar.

Bakvörðurinn Kieran Tierney kláraði leikinn fyrir Celtic með marki á 83. mínútu og lokatölur 2-0. Kári var tekinn af velli undir lokin.

Aberdeen er í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar.





Athugasemdir
banner
banner
banner