Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. febrúar 2018 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Góður sigur Villarreal - Diego gerði sjálfsmark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Villarreal og Athletic Bilbao höfðu betur gegn Getafe og Malaga í spænsku efstu deildinni í dag.

Enes Unal gerði eina mark Villarreal gegn Getafe á þriðju mínútu leiksins en hann var ekki hetja heimamanna í dag, heldur var það markvörðurinn Sergio Asenjo.

Gestirnir frá Getafe áttu lítið af færum í leiknum en fengu þó tvö bestu færi leiksins, vítaspyrnur í fyrri og seinni hálfleik. Asenjo varði báðar spyrnurnar.

Botnlið Malaga klúðraði einnig vítaspyrnu í 2-1 tapi gegn Athletic Bilbao.

Þá var Diego Jóhannesson Pardo í byrjunarliði Real Oviedo í umspilsbaráttu B-deildarinnar. Diego varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í 2-1 tapi gegn Real Zaragoza.

Villarreal 1 - 0 Getafe
1-0 Enes Unal ('3)

Athletic Bilbao 2 - 1 Malaga
0-1 Youssef En Nesiry ('13)
1-1 Markel Susaeta ('17)
2-1 Mikel San Jose ('44)
Rautt spjald: Youssef En Nesiry, Malaga ('84)

Real Zaragoza 2 - 1 Real Oviedo
1-0 B. Iglesias ('69)
2-0 Diego Jóhannesson ('73, sjálfsmark)
2-1 C. Hernandez ('90)
Rautt spjald: S. Berjon, Oviedo ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner