Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig tapaði fyrir botnliðinu
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir spilaðir í þýska boltanum í dag. Bayer Leverkusen fékk Schalke í heimsókn í fyrri leik dagsins.

Liðin eru í harðri meistaradeildarbaráttu og skilja aðeins tvö stig liðin að eftir sigur Schalke.

Guido Burgstaller kom gestunum yfir snemma leiks og misstu heimamenn svo miðjumanninn Dominik Kohr af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald á 38. mínútu.

Tíu leikmenn Leverkusen voru öflugir og komust nálægt því að jafna en Nabil Bentaleb, fyrrverandi leikmaður Tottenham, innsiglaði sigur Schalke undir lokin með marki úr vítaspyrnu.

RB Leipzig tapaði þá sínum þriðja heimaleik í röð þegar botnlið Kölnar kom í heimsókn.

Jafnræði ríkti með liðunum og nýttu gestirnir færin sín einfaldlega betur eftir að heimamenn höfðu komist yfir snemma leiks.

Köln er átta stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn. Leipzig er einu stigi frá meistaradeildarsæti.

Leverkusen 0 - 2 Schalke
0-1 Guido Burgstaller ('11)
0-2 Nabil Bentaleb ('89, víti)
Rautt spjald: Dominik Kohr, Leverkusen ('38)

Leipzig 1 - 2 Köln
1-0 Jean-Kevin Augustin ('5)
1-1 Vincent Koziello ('70)
1-2 Leonardo Bittencourt ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner