Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Ólafur Ingi einmana á botninum
Mynd: Getty Images
Yeni Malatyaspor 3 - 1 Kardemir Karabukspor
1-0 Doria ('23)
2-0 Khalid Bouatib ('60)
3-0 Nacer Barazite ('69)
3-1 Leandrinho ('90, víti)

Það gengur ekkert upp hjá Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Kardemir Karabukspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Liðið þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Yeni Malatyaspor í dag.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn Yeni Malatyaspor en eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum var forystan tvöfölduð.

Nacer Barazite, fyrrum leikmaður Arsenal og Mónakó, gerði þriðja mark heimamanna og gerði út um leikinn á 69. mínútu. Ólafur Ingi og félagar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma en komust ekki lengra en það.

Lokatölurnar 3-1 og Karabukspor er einmana á botni deildarinnar. Liðið er níu stigum frá öruggu sæti eftir 23 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner