Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. febrúar 2018 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Rangstöðumarkið breytti leiknum
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins. Arsenal skapaði sér eitt færi í leiknum og var frammistaða liðsins gagnrýnd harkalega.

Arsene Wenger telur að leikurinn hefði getað þróast allt öðruvísi hefðu ákveðin atriði dottið með hans mönnum.

„Þessi leikur hefði getað orðið allt öðruvísi. Við fengum auðvelt færi í byrjun sem við klúðruðum og svo gerðum við stór mistök þegar þeir komust yfir," sagði Wenger við Sky að leikslokum.

„Við héldum vel í þá í fyrri hálfleik sem var nokkuð jafn en þeir tóku stjórnina í síðari hálfleik. Við vorum óheppnir því annað mark þeirra var rangstöðumark.

„Ég vil óska leikmönnum Man City til hamingju, þeir áttu skilið að sigra og eru vel að titlinum komnir."


Wenger segir að það sé ekkert hægt að gera í stöðunni annað en að einbeita sér að næsta leik, sem er einmitt gegn Man City í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn.

„Við vörðumst vel stærstan part leiksins en við misstum einbeitingu og þeir refsuðu.

„Annað markið breytti leiknum og það var 100% rangstöðumark.

„Við komumst í úrslitaleikinn og við töpuðum. Lífið heldur áfram og við einbeitum okkur að næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner