Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   lau 25. mars 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð: Maður gengur um á skýjum
Alfreð Finnbogason er allur að koma til.
Alfreð Finnbogason er allur að koma til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var náttúrulega frábært. Það er frábær tilfinning að vera aftur kominn á völlinn og það skemmdi ekki fyrir að ná að skora," sagði Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í Þýskalandi, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í dag.

Alfreð spilaði á fimmtudag æfingaleik með Augsburg gegn Greuther Fürth. Alfreð skoraði mark Augsburg með þrumuskoti á 18. mínútu leiksins, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Þetta var fyrsti leikur Alfreðs síðan í október en þá fór hann af velli í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM. Alfreð hefur síðan þá verið að glíma við þrálát nárameiðsli.

Hann var ekki í landsliðshópnum sem mætti Kosóvó í gær vegna þessara meiðsla. Hann horfði þó á leikinn og sá liðsfélaga sína í landsliðinu vinna Kosóvó.

„Ég náði að horfa á leikinn. Hann var mjög stressandi, en þetta var svona eins og maður bjóst við, að þetta yrði erfitt. Það var mjög mikilvægt að taka þrjú stig," sagði Alfreð um þennan 2-1 sigur Íslands.

Vikan hefur verið góð fyrir Alfreð. Hann eignaðist dóttur, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma og sá landsliðið vinna Kosóvó í gær.

„Þetta var mjög góð vika fyrir mig og mína fjölskyldu; maður gengur um á skýjum hérna," sagði Alfreð

Hér í spilaranum að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner